Diskurinn komin í hús!

Er búin að setja inn tónlistaspilara og þar má finna smá sýnishorn af disknum sem er kominn út!  Diskurinn heitir Jól með Óskari og Laugu og kemur kórinn "minn" þar mikið við sögu.  Fyrra lagið er afrískt stuðlag...mjög svo skemmtilegtGrin  Seinna lagið er Eyjajól og var það fyrst flutt á jólatónleikunum í fyrra við mikla hrifningu áhorfenda.   Njótið vel og endilega skrifið hvað ykkur finnst!  Leyfi textanum af Eyjajólum að fljóta með, mér finnst hann svo flottur!

 

Eyjajól

Það er eins og allt hér breytist ef stutt í jólin er

Líkt og ekki nokkur þreytist, þetta finnst oft mér

Allt þarf að gera, ekkert má vera

Þrífa skál húsið og allt um kring

Húsin að skreyta öllu að breyta

Allt þarf að gera fínt

 

Þegar nær er komið jólum

Og næturheimininn skín

Bjart er yfir flestum bólum

Oft það okkur villir sýn

Því það hafa ekki allir sömu gæði

eins og flest við höfum hin

Já gefðu öllum jólin

Ljúfu Eyja jólin mín

 

Þegar allt er orðið til, svo haldið getum jól

Engin fær þá kerti og spil, það þykir ekki nóg

Oft þá við leymum í hjarta ei geymum

Hvers vegna höldum við heilög jól

Við jólabarn eigum, því gleyma ei megum

Það hljómi um heimsins ból

 

Lag: Amy Grant/Bary Chapman

Texti: Sigurður Óskarsson


Loksins :o)

Hef nú ekki verið að standa mig í þessu bloggdæmi en ákvað að skella inn eins og einni færslu  :o)  Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér frá því að ég kom heim frá Kanarí. 

 Plötuupptakan tók "aðeins" lengri tíma en ráðgert var og voru þau ófá kvöldin sem fóru í upptökur...en mikið rosalega var þetta gamanGrin  Platan á að koma út í lok þessarar viku eða byrjun næstu og mikið óskaplega hlakka ég til þess að hlusta á hana....æðisleg jólaplata!  Nú svo er kórinn farinn að syngja á jólahlaðborðum og svo vorum við með kaffihúsamessu á sunnudagskvöldið. 

Ég fór svo í æfingarferð upp á land með lúðrasveitinni í endann af október og skellti mér í brúðkaup í leiðinni hjá Möggu og Ormari .  Þau giftu sig í Lágafellskirkju sem er uppáhalds hjá mér...en ekki hvað....og svo var veislan í Hlégarði, þetta var frábær dagur og brúðhjónin svo falleg og hamingjusöm InLove  Lúðrasveitin var svo með tónleika 10. nóvember og tókust þeir mjög vel....nánast fullt hús og alltaf jafn gaman að sjá hvað margir mæta á þessa árlegu tónleika.  Hópurinn skemmti sér svo saman um kvöldið og það var alveg hrikalega gaman eins og alltaf þegar við komum saman Wink

Annars er bara allt komið á fullt í jólaundirbúningnum og nú er að sjá hvort að ég verði að klára allt á síðustu mínútunum fyrir jól en það er ætlun mín á hverju einasta ári að vera búin snemma og slappa svo af síðustu 2 vikurnar fyrir jól (þó að það væri nú ekki nema bara síðasta vikan þá væri það líka ágætt) en einhvernvegin er ég ekki nógu skipulögð í þetta stúss...hehehe.  Strákarnir eru orðnir spenntir og er oft ekki hægt að sjá 6 ára aldursmun á þeim.  Sá eldri er alltaf að giska á jólagjöfina sína og mér finnst það mjög fínt og er komin með margar hugmyndir, en hann hrífst ekki af mörgu og því oft svolítið erfitt að átta sig á því hvað hann langar mest í.   Hjá þeim yngri snýst tilveran þó öllu meira um hina rauðklæddu sveina sem bráðlega fara að láta sjá sig.   Það léttist nú örlítið róðurinn í uppeldinu þegar þeir mæta en ég er nú svona aðeins farin að minna hann á það að það sé verið að fylgjast með honumSmile  Svo er hann alltaf að velta þrettándanum fyrir sér, öll tröllin, Grýla,  Leppalúði og þeirra slekt, álfarnir osfrv.  Hann er með svo lítið hjarta að hann er skíthræddur við þetta allt saman og virðist það ekkert minnka með árunum.  En núna segist hann ekkert vera hræddur en þegar á hólminn er komið þá......hehehe...við sjáum til.   

Mikið væri nú gaman að allar þessar manneskjur sem hafa sagst skoða bloggið kvittuðu þó það væri nú ekki nema einu sinni fyrir sig hehehe...takið það til ykkar sem eigiðTounge

Bless á meðan,

Vilborg


29.október

thank_you_is

Komin heim!

Jæja, þá er hversdagslífið tekið við afturWink   Komin heim úr psoriasismeðferðinni á Kanarí (svona fyrir þá sem ekki vissu) og er varla farin að stíga fæti niður úr bleika skýinu mínuLoL 

 Við vorum 63 sem vorum í meðferð á Valle Marina í þetta skiptið 45 frá Noregi, 15 frá Svíþjóð og svo 3 frá litla Íslandi og það var umtalað á stöðinni hvað þetta væri góður og samheldinn hópur.  Þarna hefur maður eignast nokkra vini fyrir lífstíð þó svo að himinn og haf skilji að. Ég var í íbúð með frábærri norskri stelpu sem heitir Linn og við höfðum það að markmiði á hverjum degi að njóta lífsins í botn...hehe...ekki erfitt þarna svo sem! 

Valle Marina 081

Í meðferðinni var ég í hóp með 19 öðrum (undir styrkri stjórn hjúkrunarkonu að nafni Anna Greta) og við fórum 3 sinnum á hópfundi.   Þessir fundir voru svolítið erfiðir á köflum því að þeir snérust um sjálfsálit, lífsviðhorf og ýmislegt sem fékk mann virkilega til þess að hugsa um það hvernig maður er sjálfur, hvernig annað fólk sér mann og svo þar fram eftir götunum.  Skrýtið hvað það er manni auðvelt að benda á allt það neikvæða hjá sér en svo þegar á að fara að nefna það jákvæða þá er allt annað uppi á teningnumBlush   En ég lærði heilmikið á þessu og þó svo að hlutirnir séu ekki alltaf auðveldir að þá er svo góð tilfinning að yfirstíga hindranirnar sem verða á veginum.  

Hópur á leiðinni í bátsferð

 Eins og ég minntist á í síðustu færslu að þá var hópur að fara saman í bátsferð og þar átti að snorkla og eitthvað og ég var með það á hreinu að það ætlaði ég ekki að gera.  Mikið betra að vera á þilfarinu í sólbaði á meðan hinir svömluðu í sjónum því að það væri absalútt ekki minn bolli af tei!  En viti menn....til þess að einfaldlega steikjast ekki lifandi á þilfarinu að þá fór ég í sjóinn til þess að kæla mig og það var ótrúlega gaman.  Ég hef alla tíð verið hrædd við sjóinn og því var þetta þvílík áskorun fyrir mig...en ég gerði þetta og var sko ekki lítið stolt af sjálfri mér!

Ég í sjónum!

En ég gæti skrifað í allan dag um þessa ferð en ætla að hætta núna en þó ekki án þess að segja að árangurinn af meðferðinni var mjög góður en ég náði 75% bata.  Ég er allavegana í skýjunum og það skiptir öllu máli.  Og ekki spillti gleðin hjá körlunum mínum fyrir þegar ég kom heim...gott að finna það svona hversu mikilvægur maður er öðrumInLove

 

Annars er búið að vera fullt að gera hjá mér síðan ég kom heim.  Var allan laugardaginn á æfingu fyrir upptöku á jólaplötu sem að Óskar (stjórnandi kórsins sem ég er í) og Lauga konan hans eru að gera.  Þetta er afrakstur tónleika sem voru haldnir hér í eyjum fyrir síðustu jól og það er sko alveg hægt að mæla með þessu....yndisleg tónlist!!!  Upptakan hjá kórnum var svo á sunnudaginn og svo erum við nokkur sem erum að fara að syngja inn raddir í kvöld...held að það sé í kvöld allavegana...hehe. 

Svo eru æfingar hjá lúðrasveitinni alveg á milljón en það er æfingaferð hjá okkur í lok okt og svo tónleikar í byrjun nóv.  og því er nóg að gera hjá mér eins og vanalega.  Ekki má nú gleyma því að ég er svo að fara í brúðkaup 27. okt en þá ætla Magga og Ormar að ganga í það heilaga...hlakka svo til!

En ég ætla að enda þetta á því að óska afmælisbörnum mánaðarins innilega til hamingju með daginn en einhverra hluta vegna eru óvenju margir nánir mér sem eiga afmæli þessa daganna!

WizardÞura 8.oktWizardGuðni Sigurður 12.oktWizardtengdapabbi 14.oktWizardHelen vinkona 18.okt og WizardHlíf 20.okt!

En þetta er orðið gott...en að lokum...elsku Regína...vona að þú njótir lífsins í botn þarna í suðrinu!

Bless á meðan,

Vilborg


Ströndin mín....Anfi Del Mar

Anfi

 

Smá sýnishorn af ströndinni "minni".....algjör paradís.  Af mér er allt það besta að frétta, psoriasisið á undanhaldi og brúnkan sívaxandi Cool  Er búin að spjalla mikið við karlana mína um helgina á skype(því að ég fékk lánaða fartölvu...jibbý...takk Regína ef þú lest þetta) og fer því endurnærð á sál og líkama inn í nýja viku.  Núna eru bara 10 dagar eftir og því fer þetta að vera búið.  Fer í bátsferð á þriðjudaginn þar sem verður hægt að snorkla með fullt af fiskum og eitthvað en ég hugsa að ég haldi mig bara á þilfarinu...hehehe

Sólarkveðjur og bless á meðan

Vilborg 


Hola!!

Smá kvedja hédan úr paradísinni :o)

Hér er ca. 30 stiga hiti í forsaelu upp á hvern einasta dag og um 40 grádur á strondinni....bara ljúft ekki svo!  Annars gengur tetta bara vel....vard ad dusta rykid af saenskunni minni en hér eru 3 frá Íslandi, 15 frá Svítjód og 44 frá Noregi....týdir ekkert annad en ad spjalla bara nógu mikid á saensku!  Prógrammid okkar er ca. svona: 7:30 morgunnmatur, 8:15 leikfimi, 9:30 strondin, 13:00 hádegismatur, 14:00 strondin eda sundlaugarsvaedid og svo eru ýmsar ferdir og leikfimi og tessháttar sem er bodid upp á, á hverjum degi. 

Jaeja...get ekki haft tetta lengra núna, tad er verid ad bída eftir tolvunni!

Hafid tad sem allra best....tad aetla ég svo sannarlega ad gera!

Bless á medan,

Vilborg


Bless á meðan

Fjölskyldan skellti sér upp á land á fimmtudaginn og fór í Skaftholtsréttir á föstudagsmorgninum.  Vorum með mömmu og pabba í bústaðnum og mikið er nú alltaf gott að vera þar....það er svo góður andi þarna yfirInLove  Skóladrengurinn var sko þvílíkt duglegur í réttunum og var meira að segja kominn niður í almenning undir lokin, en fyrir þá sem ekki vita að þá var önnur framtönnin í honum kýld úr honum í fyrra í réttunum af afskaplega myndalegri rollu!  Stóri peyjinn var hörku duglegur að draga í dilka og finnst það alltaf jafn gaman (en jeremías hvað hann kemur alltaf marinn út úr þessuUndecided)   Hann saknaði að vísu frænda síns sem kemur venjulegast með okkur en okkur hlakkar bara meira til þess að hafa hann með næsta haust!Smile Þegar allar rollurnar voru svo komnar á sinn stað fórum við til ömmu í sveitinni í réttarsúpu og svo var haldið heim....hmmm....Lögðum af stað um 16:30 af því að við vildum hafa tíman fyrir okkur áður en dallurinn færi frá Þorlákshöfn kl.19:30.  Það gekk nú ekki alveg eftir því að Flóa og Skeiðasafnið átti sko heiminn og þar með talinn veginn sem við þurftum að keyra.   Það tók okkur 1 klst og 40 mín. að fara 16km leið og í stuttu máli sagt að þá var smá seinkun á Herjólfi svo að við komumst með þrátt fyrir að mæta í Þorlákshöfn kl. 19:30!

Á föstudagsmorgninum fengum við símtal um að kisan okkar hún Perla hefði fundist dáin á planinu hjá okkur. Við ákváðum strax að bíða með að segja peyjunum frá þessu þangað til við kæmum heim til eyja aftur.  Eins og gefur að skilja hefur verið mikil sorg hér á bæ um helgina en það er nú aðeins að lagast.  Eldri peyjinn fann þessa kisu í hrauninu fyrir 5 árum og þá var hún um viku gömul og mjög illa farin.  Við gáfum henni pela í 6 vikur og braggaðist hún ótrúlega vel og eiginlega ótrúlegt að hún skildi yfir höfuð lifa þetta af.  Hún hefur alltaf verið mjög sérstök og því er hennar sárt saknað hér á heimilinu. Frown

Perla, daginn sem við fundum hana

En nú fer að líða að því að maður yfirgefi fjölskylduna tímabundið og skelli sér á suðrænni slóðir.  Aldrei að vita nema maður hendi inn einni kveðju ef ég kemst í netsamband Wink  Ég fer upp á land seinnipartinn á morgunn og flýg út á miðvikudagsmorguninn.  Ég kem svo til baka til Eyja 11.október...örugglega endurnærð á sál og líkama.  Er búin að kaupa mér 2 bækur sem ég er lengi búin að vera á leiðinni að lesa en það er Létta leiðin til að hætta að reykja....hmmm....og hin er The Secret, hlakka mikið til að lesa hana!  Einhverjar fleiri hugmyndir?  Ég hef sko 3 vikur í lestur núna! 

En núna verð ég að fara að halda áfram að pakka niður....þangað til næst,

Bless á meðan,

Vilborg


Tíminn líður, trúðu mér!

Núna eru ekki nema 12 dagar í að ég fari út til Kanarí og maður minn er ég orðin stressuð!  Ég svo sem veit alveg að það verður allt í góðu hérna heima á meðan en  ég ræð bara ekki við þetta.  Það hefur ekki gengið eins og skildi hjá eldri peyjanum í skólanum og ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að gera.  Hann er  lyfjalaus og hefur verið það síðan í sumar og hefur það gengið ágætlega hingað til, en þráðurinn og úthaldið hjá mínum manni er of stutt fyrir skólann.  Ekkert bólar á tímasetningu á greiningunni, en ég talaði við þann sem sér um þetta og er peyjinn nr. 10 á biðlistanum og þeir eru ekki einu sinni byrjaðir að taka inn svo að þetta verður í fyrsta falli í desember-janúarAngry Það er svo slítandi og sárt að horfa upp á barnið sitt í þessum aðstæðum, vitandi það að það er ósköp lítið hægt að gera. 

 En jæja...þá er það ferðin út!  Ég er ekki beinlínis flughrædd...hata "bara" flugtök og lendingarErrm  Í vikunni fékk ég svo loksins ferðaáætlunina í hendurnar og jæks hvað mér brá!  Hélt að það yrði nú bara flogið beint á Las Palmas en ....ekki alveg svo gott.  Ég flýg sem sagt út til London þann 19. sept og stoppa þar í 4 tíma, þaðan flýg ég til Madríd og bíð þar í 2 tíma og svo fer ég yfir til Kanarí!  Heimferðin (10 okt) er eins nema að ég flýg á Barcelona í staðin fyrir Madríd....allt tekið saman=6 flugtök og 6 lendingarGasp  Ætla samt að horfa á það þannig að ég hlít bara að læknast af þessari hræðslu.

Ætla að hætta þessu bulli núna og koma yngri peyjanum í afmæli sem er búið að bíða eftir í allan dag!

Bless á meðan,

Vilborg


Pysjutíminn!

Fórum langþráðan lundapysjurúnt í kvöld og var uppskeran 3 stk og þar með er búið að finna 4.  Það er ekki mikið en við vorum samt mjög ánægð með þetta því að þetta er strax orðið betra en í fyrra en þá fundum við bara eina.  Það er svo fyndið að þegar pysjurnar fara að koma þá er eins og allt rusl sem liggur á víðavangi breytist í þessi litlu grey...peyjarnir sjá pysju á hverju horni...en svo er það kókdós eða eitthvað álíka þeim til mikilla vonbrigða en oftar enn ekki er mikið hlegið af þessu.   Það hafa nú nokkrir kíkt hingað á okkur á þessum tíma og það skemmir nú ekki fyrir.  Lille bro kom hingað nokkru sinnum og í eitt skiptið þá sá hann þessa fínu "lundapysju" á golfvellinum.  Ég reyndi að koma honum í skilning um að þetta væri ekki lundapysja en allt kom fyrir ekki og hann fór úr bílnum til þess að ná í fuglinn.  Ég horfði á þegar hann nálgaðist fuglinn alltaf meira og meira, og það hefur örugglega bara vantað upp á nokkra cm. þegar Tjaldurinn flaug frá honum....svipurinn á mínum manni var algjörlega priceless en því miður var engin myndavél nálægt.  Enn í dag er hlegið af þessu hérna á heimilinu en ekki eins mikið hjá lille broLoL 

30.ágúst 07 006

Bless á meðan,

Vilborg

 


Erfitt en ekki ómögulegt!

Mínir menn eru nú í 4.sæti, 7 stigum á eftir Fjölni.  Þetta verður erfitt en ekkert er ómögulegt.  Vonandi spilum við í efstu deild næsta sumar.  Áfram ÍBV...ávallt og allstaðar!

 


mbl.is Reynismenn unnu í fallslagnum - Fjarðabyggð dróst aftur úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vilborg
Vilborg
Landsbyggðartútta, eiginkona og stolt móðir :o)

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • 24.des '08 053
  • vilborg
  • vilborg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband