Diskurinn komin í hús!

Er búin að setja inn tónlistaspilara og þar má finna smá sýnishorn af disknum sem er kominn út!  Diskurinn heitir Jól með Óskari og Laugu og kemur kórinn "minn" þar mikið við sögu.  Fyrra lagið er afrískt stuðlag...mjög svo skemmtilegtGrin  Seinna lagið er Eyjajól og var það fyrst flutt á jólatónleikunum í fyrra við mikla hrifningu áhorfenda.   Njótið vel og endilega skrifið hvað ykkur finnst!  Leyfi textanum af Eyjajólum að fljóta með, mér finnst hann svo flottur!

 

Eyjajól

Það er eins og allt hér breytist ef stutt í jólin er

Líkt og ekki nokkur þreytist, þetta finnst oft mér

Allt þarf að gera, ekkert má vera

Þrífa skál húsið og allt um kring

Húsin að skreyta öllu að breyta

Allt þarf að gera fínt

 

Þegar nær er komið jólum

Og næturheimininn skín

Bjart er yfir flestum bólum

Oft það okkur villir sýn

Því það hafa ekki allir sömu gæði

eins og flest við höfum hin

Já gefðu öllum jólin

Ljúfu Eyja jólin mín

 

Þegar allt er orðið til, svo haldið getum jól

Engin fær þá kerti og spil, það þykir ekki nóg

Oft þá við leymum í hjarta ei geymum

Hvers vegna höldum við heilög jól

Við jólabarn eigum, því gleyma ei megum

Það hljómi um heimsins ból

 

Lag: Amy Grant/Bary Chapman

Texti: Sigurður Óskarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl systir.

Sá sms sem tu sendir mømmu og fór inn ad hlusta. Mjøg flott

Annars er flott ad frétta af okkur vid tølum saman betur sídar

Hilser Hannes

Hannes litli bró (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 15:05

2 Smámynd: Helena

Hæ darling

Hlustaði á lögin tvö og má til með að láta í ljós ánægju mína með þessi sýnishorn sem þú bauðst upp á. Ef hin lögin eru jafn góð og þessi tvö ...ja ....þá er sko vel þessi virði að festa kaup á þessum disk. 

Kolféll fyrir afríska laginu þegar ég heyrði það fyrst á aðventunni í fyrra og útsetningin á disknum er alveg hreint frábær.

Textinn hans Sigga kafara smellpassar við lag Amy Grant. Rosalega fallegur texti við þetta fallega lag og virkilega vel sungið.

Jólakveðja

Helena

Helena, 14.12.2007 kl. 20:35

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þetta er ljúft

Til hamingju með diskinn

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 15.12.2007 kl. 08:25

4 identicon

hæhæ hverjir syngja einsöng í seinna laginu?

kv,Örn/Solla

Örn (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 22:49

5 Smámynd: Vilborg

Hæhæ Örn og Solla....gaman að sjá ykkur hér

Óskar og Lauga syngja einsöng....finnst ykkur þetta ekki flott lag?

Vilborg, 16.12.2007 kl. 02:01

6 identicon

jú þetta er mjög gott lag.

Örn/Solla

Örn (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 18:45

7 identicon

Jeminn, hvar er þessi síða búin að vera Vilborg ??? Ég hafði ekki hugmynd um að þú værir að blogga :)

 Æðislegt að heyra í ykkur syngja, þetta er rosalega flott hjá ykkur þú mátt skila því til gömlu kórsystkinanna minna :)

 Gleðileg jól snúllan mín og vonandi sé ég þig einhvað áður en ég á að eiga litla krílið :) KNÚS :*:*:*

Helga Björk (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 21:31

8 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.12.2007 kl. 10:31

9 identicon

Gleðileg jól elskan mín og hafðu það gott yfir hátíðarnar :*:*:*

Helga Björk (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 12:16

10 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þökkum fallega jólakveðju

Gleðilegt ár og þökkum liðið

  

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 31.12.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilborg
Vilborg
Landsbyggðartútta, eiginkona og stolt móðir :o)

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • 24.des '08 053
  • vilborg
  • vilborg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 428

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband