Félagsveran ég

Nú er sko allt komið á fullan snúning Smile Lúðrasveitin byrjuð að æfa, kórinn byrjaður og saumó byrjar í næstu viku.  Það er svo gott að fá allt í gang aftur eftir sumarfrí.  Fór á lúðrasveitaræfingu á mánudaginn og þar var skellt á mann dagsetningum á æfingarhelgi, tónleikum og svo helgarferð...nóg að gera og mikil skemmtun framundan!  Svo var fundur hjá kórnum í gær og þar er nú ekki minna um að vera....stífar æfingar í september, upptaka á jólaplötu í október og svo nokkrir tónleikar svo eitthvað sé nefnt.  Svo var rætt um utanlandsferð í vor en ekki var alveg komið á hreint hvert sé stefnt á að fara.   Það er svo gaman að hafa nóg að gera!

Talandi um utanlandsferðir að þá komst það loksins á hreint í dag að ég fer til Kanarí 19.september og verð í 3 vikur í loftslagsmeðferð.  Kvíði því nú svolítið að fara svona lengi erlendis frá fjölskyldunni en ég veit samt alveg að karlarnir mínir 3 bjarga sér prýðilega án mín.....vill bara helst  trúa því að ég sé ómissandi Wink  Ég bind svo miklar vonir um þessa meðferð og vona svo sannarlega að hún virki í langan tíma eftir að ég kem heimGetLost

Nú er bara að fara að viða að sér lestrarefni til þess að hafa með á ströndina og svo hugsa ég að ég taki tölvuna með mér stútfulla af bíómyndum og þáttum svona ef ske kynni að mér leiddist...einhvrjar hugmyndir af góðum bókum og bíómyndum??

Bless á meðan,

Vilborg


Pay it forward

 

Þá er skólinn kominn á fullt hjá mínum mönnum og allt að komast í fastar skorður á heimilinu.  Sá yngri (sem er NB. í 1.bekk) er þó búinn að tilkynna okkur að hann sé hættur í skóla því að það sé svo erfitt að vaknaTounge  Það er nú samt engin elsku mamma og á fætur skal hann...hehehe

Er búin að sitja límd fyrir framan imbakassann og horfa á Extreme Makeover: Home edition.  Þetta var sérstakur þáttur fyrir þær sakir að nokkrar af þeim fjölskyldum sem hafa verið svo lánsamar að fá Ty og co heim til sín vildu láta kærleikan halda áfram og hjálpa öðrum sem á einhvern hátt eiga erfitt.  Að horfa á td. börnin, sem eru með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að þau mega á engan hátt fá sólarljós á sig, ganga um Disney World að nóttu til og sjá gleðina í augunum á þeim þegar þau sáu allt þar sem þau hafði bara dreymt um að sjá með berum augum var ótrúlegt.   

Það er svo gott að gefa af sér.  Klassískar setningar eins og Sælla er að gefa en þiggja eru svo sannar.  Tilfinningin sem maður finnur fyrir er svo góð.  Þetta þarf ekki að kosta neitt en getur líka kostað helling en oftar en ekki eru það litlu hlutirnir sem skilja hvað mest eftir sig, jafnvel án þess að maður viti af því sjálfur. 

Jæja...ætlaði ekki að vera væmin...en svona líður mér bara núnaBlush

Bless á meðan,

Vilborg


Það eru börnin sem gera okkur gömul....eða hvað???

Litla barnið mitt var að byrja sína skólagöngu.  Mér finnst eins og hann hafi fæðst í gærWoundering  Fórum saman í viðtal hjá kennaranum hans í morgunn og það er sko þvílíkur spenningur hjá mínum manni.  Hann mætti með skólatöskuna sína á bakinu, fullur sjálfstrausts og svakalega spenntur.  Vildi auðvitað fara beint í frímínútur en þar sem kennsla hjá honum hefst ekki fyrr en á mánudaginn þá verður það víst að bíða.  Nú á ég sem sagt  2 skólastráka 6 ára og 12 ára....púff hvað tíminn líður hratt....samt er ég ennþá bara 20 í huganum!   Finnst samt voða skrítið að vinkonur mínar eru nokkrar að verða ömmur og aðra þegar komnar með þann titil....hvað er eiginlega í gangi....ekki er það ég sem er að eldast svona hrattTounge                     

Image017
       Nokkra daga gamall          

 

24.ágúst 07 014

Alsæll fyrsta skóladaginn

Bless á meðan,

Vilborg


Eldist vel!

Það var gott að búa í Mosfellssveit og síðar Mosfellsbæ enda átti ég heima þar meira og minna í 23 ár.  Ég á margar góðar minningar þaðan.  Þó svo að ég búi ekki þarna lengur þá kem ég alltaf "heim" reglulega enda Hótel Mamma ennþá staðsett í Mosó og eins á ég marga vini og ættingja þarna.  Mosfellsbær eldist vel og vonandi á ég eftir að flytja þangað aftur í framtíðinni....en eins og er, er ég sátt við að vera gestur í bænum mínumWink

Bless á meðan,

Vilborg


mbl.is 20 ára afmæli Mosfellsbæjar fagnað á tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggari?

Jæja þá er maður búinn að stofna eitt stykki blogg.  Meira gert til þess að auðvelda manni að commenta hjá öðrum og svo er bara spurning hvort að maður skrifi inn eina og eina færslu um hvert það málefni sem manni er hugleikið þá stundina.

Bless á meðan,

Vilborg


« Fyrri síða

Höfundur

Vilborg
Vilborg
Landsbyggðartútta, eiginkona og stolt móðir :o)

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • 24.des '08 053
  • vilborg
  • vilborg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband