Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Diskurinn komin í hús!

Er búin að setja inn tónlistaspilara og þar má finna smá sýnishorn af disknum sem er kominn út!  Diskurinn heitir Jól með Óskari og Laugu og kemur kórinn "minn" þar mikið við sögu.  Fyrra lagið er afrískt stuðlag...mjög svo skemmtilegtGrin  Seinna lagið er Eyjajól og var það fyrst flutt á jólatónleikunum í fyrra við mikla hrifningu áhorfenda.   Njótið vel og endilega skrifið hvað ykkur finnst!  Leyfi textanum af Eyjajólum að fljóta með, mér finnst hann svo flottur!

 

Eyjajól

Það er eins og allt hér breytist ef stutt í jólin er

Líkt og ekki nokkur þreytist, þetta finnst oft mér

Allt þarf að gera, ekkert má vera

Þrífa skál húsið og allt um kring

Húsin að skreyta öllu að breyta

Allt þarf að gera fínt

 

Þegar nær er komið jólum

Og næturheimininn skín

Bjart er yfir flestum bólum

Oft það okkur villir sýn

Því það hafa ekki allir sömu gæði

eins og flest við höfum hin

Já gefðu öllum jólin

Ljúfu Eyja jólin mín

 

Þegar allt er orðið til, svo haldið getum jól

Engin fær þá kerti og spil, það þykir ekki nóg

Oft þá við leymum í hjarta ei geymum

Hvers vegna höldum við heilög jól

Við jólabarn eigum, því gleyma ei megum

Það hljómi um heimsins ból

 

Lag: Amy Grant/Bary Chapman

Texti: Sigurður Óskarsson


Loksins :o)

Hef nú ekki verið að standa mig í þessu bloggdæmi en ákvað að skella inn eins og einni færslu  :o)  Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér frá því að ég kom heim frá Kanarí. 

 Plötuupptakan tók "aðeins" lengri tíma en ráðgert var og voru þau ófá kvöldin sem fóru í upptökur...en mikið rosalega var þetta gamanGrin  Platan á að koma út í lok þessarar viku eða byrjun næstu og mikið óskaplega hlakka ég til þess að hlusta á hana....æðisleg jólaplata!  Nú svo er kórinn farinn að syngja á jólahlaðborðum og svo vorum við með kaffihúsamessu á sunnudagskvöldið. 

Ég fór svo í æfingarferð upp á land með lúðrasveitinni í endann af október og skellti mér í brúðkaup í leiðinni hjá Möggu og Ormari .  Þau giftu sig í Lágafellskirkju sem er uppáhalds hjá mér...en ekki hvað....og svo var veislan í Hlégarði, þetta var frábær dagur og brúðhjónin svo falleg og hamingjusöm InLove  Lúðrasveitin var svo með tónleika 10. nóvember og tókust þeir mjög vel....nánast fullt hús og alltaf jafn gaman að sjá hvað margir mæta á þessa árlegu tónleika.  Hópurinn skemmti sér svo saman um kvöldið og það var alveg hrikalega gaman eins og alltaf þegar við komum saman Wink

Annars er bara allt komið á fullt í jólaundirbúningnum og nú er að sjá hvort að ég verði að klára allt á síðustu mínútunum fyrir jól en það er ætlun mín á hverju einasta ári að vera búin snemma og slappa svo af síðustu 2 vikurnar fyrir jól (þó að það væri nú ekki nema bara síðasta vikan þá væri það líka ágætt) en einhvernvegin er ég ekki nógu skipulögð í þetta stúss...hehehe.  Strákarnir eru orðnir spenntir og er oft ekki hægt að sjá 6 ára aldursmun á þeim.  Sá eldri er alltaf að giska á jólagjöfina sína og mér finnst það mjög fínt og er komin með margar hugmyndir, en hann hrífst ekki af mörgu og því oft svolítið erfitt að átta sig á því hvað hann langar mest í.   Hjá þeim yngri snýst tilveran þó öllu meira um hina rauðklæddu sveina sem bráðlega fara að láta sjá sig.   Það léttist nú örlítið róðurinn í uppeldinu þegar þeir mæta en ég er nú svona aðeins farin að minna hann á það að það sé verið að fylgjast með honumSmile  Svo er hann alltaf að velta þrettándanum fyrir sér, öll tröllin, Grýla,  Leppalúði og þeirra slekt, álfarnir osfrv.  Hann er með svo lítið hjarta að hann er skíthræddur við þetta allt saman og virðist það ekkert minnka með árunum.  En núna segist hann ekkert vera hræddur en þegar á hólminn er komið þá......hehehe...við sjáum til.   

Mikið væri nú gaman að allar þessar manneskjur sem hafa sagst skoða bloggið kvittuðu þó það væri nú ekki nema einu sinni fyrir sig hehehe...takið það til ykkar sem eigiðTounge

Bless á meðan,

Vilborg


Höfundur

Vilborg
Vilborg
Landsbyggðartútta, eiginkona og stolt móðir :o)

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • 24.des '08 053
  • vilborg
  • vilborg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband