24.1.2008 | 01:39
Litla sjónvarpsstjarnan mín :o)
Í dag voru 35 ár liðin frá því að eldgos braust út í Vestmannaeyjum. Í kvöld söfnuðust eyjamenn saman í Höllinni og minntust þessa. Ég og lillinn minn vorum þar á meðal enda átti ég bæði að spila og syngja í þessari dagskrá. Þetta var hin fínasta "skemmtun" og sérstaklega skemmtilegt að hlusta á frásögn Snorra Jónssonar á gosnóttinni sem og sönginn hjá Silju Elsabet og Rúnari, þar er sko efnilegt söngfólk á ferð. Svo voru fréttir og Kastljós send beint út og það var viðtal við þrjú 6 ára börn og þar á meðal lillann minn!! Hann var svo sætur, og þá sérstaklega þegar hann var að tala um að hann hefði nú verið til í hjartanu á mömmu sinni fyrir 35 árum awww(mamman þá 8 mánaða hehe).
Hér getið þið séð Kastljós....Eyþór kemur svolítið eftir miðju þáttarins: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365597
Annars er mjög skrítið að upplifa gosið í gegnum annað fólk. Tengdafjölskyldan mín bjó hér þegar gaus og fluttist aftur til baka eftir gos. Þetta markaði að sjálfsögðu djúp spor í sögu þeirra sem og annara eyjamanna enda ekki hægt að gera sér í hugalund svona reynslu. Mér finnst alltaf svo magnað að sjá td. myndbrot af gosinu, vitandi það að það varð virkilega ekkert panik á eyjunni. Úfff...skildi ég vera svona róleg ef þetta kæmi fyrir mig og mína fjölskyldu? Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að við lifum á eldfjallaeyju en það er samt svo fjarri mér að það komi til með að gjósa hér aftur næstu tugi ef ekki hundruði ára...en hver veit svo sem? Alltaf af og til koma upp umræður um gosið hjá fjölskyldunni og vinum og þó svo að 35 ár séu liðin þá er þetta ótrúlega lifandi í augum fólksins. Tímatal eyjamanna er td. öðruvísi en annarra en hér er alltaf talað um fyrir og eftir gos. Maðurinn minn var 7 ára í gosinu og minnist hann þess svo vel þegar þau fluttu til baka hvað það var gaman að fara upp á nýja hraunið og ganga þar yfir. Ekki var tengdamamma jafn glöð því að sólarnir á strigskónum voru bráðnaðir þegar hann kom heim aftur...hehehe .
Ætla nú ekkert að fara að hafa þetta lengra enda án efa latasti bloggari ever
Að lokum er ég að spá í að sýna ykkur mynd af götunni okkar. Fyrri myndin er tekin strax eftir gos og er húsið okkar þar sem 4 þakið er (talið neðan frá). Seinni myndin er svo tekin fyrir uþb. 15 árum og þar er húsið okkar 3 hús (talið neðan frá) Það er betra að "Klikka" á myndina...þá sést þetta mikið betur.
Annars bið ég ykkur bara vel að lifa og vonandi fer árið 2008 vel með ykkur
Bless á meðan,
Vilborg
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já var það eki..við sátum hér og horfðum á litla yndislega prinsinn tala..og ég og Óli sögðum bæði samtímis..þetta er frændinn úr vetmannaeyjum!!! Þekktum hann á svipnum og hjrtað bara bráðnaði þegar henn sagði essa yndilegu setningu....já en mamma mín var með hjrta og ég var þá í því
Svo satt og rétt hjá litla manninum.
Bara yndislegur lítill drengur!!!
Knús og hjartans knús il ykkar allra.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 02:13
æ verð að læra að nota púkann til að leiðrétta..stundum liggur manni bara svo á hjarta að koma skilaboðunum áleiðis....afsakaðu villurnar!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 02:14
hæ aftur fann þessa fallegu færslu á blogginu..hélt þú hefðir gaman af að lesa hvaða áhrif þessi orð litla sæta frænda hafa haft á svo marga...
Hún var með hjarta og ég var í þvíHorfði á góðan þátt á Ríkissjónvarpinu um gosið í Vestmannaeyjum áðan. Í dag eru einmitt 35 ár síðan það hófst. Eftirminnilegast og fallegast í þættinum sem var þó allur fínn var viðtal við unga skólakrakka í Hamarsskóla í Eyjum. Þar var m.a. rætti við ungan dreng og hann spurður hvar hann hefði verið þegar gosið var? Hann sagðist hafa verið í maganum á henni mömmu, En var hún ekki barn þá sagði þá spyrillinn. Jú svaraði strákurinn en hún var með hjarta og ég var í því.
Ég er enn með tárin í augunum og mér finnst það gott!Ég fann tárin spretta fram og hugsaði um þetta yndislega svar.
Sterkara en nokkuð svar sem ég hef heyrt um ævina. Svar sem segir mér meira en margt annað. Svar sem fær mann til að hugsa. Það er engin tilviljun hvar við fæðumst og hver við erum.
Ég mun geyma þetta svar drengsins með mér og ylja mér við það um ókomin ár.
Takk fyrir mig.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 16:46
Æ þetta var sætt
Sá því miður ekki þennan Kasljós þátt en er búin að bæta úr því núna, maður verður að horfa á sætan "frænda" þegar hann er í sjónvarpinu.
Knús á ykkur í eyjarnar
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.1.2008 kl. 00:01
Takk fyrir góða kveðju á síðunni minni. Þetta var svo fallega sagt hjá Eyþóri og hann var svo öruggur í öllu viðtalinu. Grienilegt að hann býr við öryggi hjá mömmu.
Kær kveðja og þakklæti til hans.
Knús í allar áttir...;-)
Vilborg Traustadóttir, 26.1.2008 kl. 02:03
Guð hvað þetta er krúttlegt. Búin að rekja mig fram og til baka hérna til að finna út um hvað málið snýst. Ótrúlega flott og fallegt svar. Til hamingju með hjartahlýja drenginn þinn.
Jóna Á. Gísladóttir, 26.1.2008 kl. 02:27
Sæl Vilborg.
Var að skoða bloggsíðuna hjá Vilborgu móðursystur minni og sá kommentið þitt þar. Varð því að kíkja hingað. Jeminn hvað heimurinn er lítill!
En drengurinn þinn stóð sig eins og hetja og þeir sem ég hef talað við uppi á landi voru hrifnastir af svörunum hans t.d. mamma. Meira að segja krakkarnir í bekknum mínum voru að ræða það sem hann sagði um daginn. Ýkt krúttlegt!
Drífa Þöll kórfélagi
Drífa Þöll (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 10:40
Hæ Vilborg,
Ég sá ekki þáttinn en sé á kommentum fólks að Eyþór hafi náð að sjarmera landann:) Þú getur verið stolt af honum.
Ég man vel eftir þessum degi fyrir 13 árum síðan, en mikið var hún tengdamamma mína ánægð með að elsti sonur skyldi koma í heiminn tæpri klukkustund fyrir 23. janúar..... tengdaforeldrar mínir eiga ekki góðar minningar tengdar þessum degi en þau bjuggu í Eyjum þegar gosið var.
Bið að heilsa öllum
Kolla
Kolbrún Jónsdóttir, 27.1.2008 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.