Komin heim!

Jæja, þá er hversdagslífið tekið við afturWink   Komin heim úr psoriasismeðferðinni á Kanarí (svona fyrir þá sem ekki vissu) og er varla farin að stíga fæti niður úr bleika skýinu mínuLoL 

 Við vorum 63 sem vorum í meðferð á Valle Marina í þetta skiptið 45 frá Noregi, 15 frá Svíþjóð og svo 3 frá litla Íslandi og það var umtalað á stöðinni hvað þetta væri góður og samheldinn hópur.  Þarna hefur maður eignast nokkra vini fyrir lífstíð þó svo að himinn og haf skilji að. Ég var í íbúð með frábærri norskri stelpu sem heitir Linn og við höfðum það að markmiði á hverjum degi að njóta lífsins í botn...hehe...ekki erfitt þarna svo sem! 

Valle Marina 081

Í meðferðinni var ég í hóp með 19 öðrum (undir styrkri stjórn hjúkrunarkonu að nafni Anna Greta) og við fórum 3 sinnum á hópfundi.   Þessir fundir voru svolítið erfiðir á köflum því að þeir snérust um sjálfsálit, lífsviðhorf og ýmislegt sem fékk mann virkilega til þess að hugsa um það hvernig maður er sjálfur, hvernig annað fólk sér mann og svo þar fram eftir götunum.  Skrýtið hvað það er manni auðvelt að benda á allt það neikvæða hjá sér en svo þegar á að fara að nefna það jákvæða þá er allt annað uppi á teningnumBlush   En ég lærði heilmikið á þessu og þó svo að hlutirnir séu ekki alltaf auðveldir að þá er svo góð tilfinning að yfirstíga hindranirnar sem verða á veginum.  

Hópur á leiðinni í bátsferð

 Eins og ég minntist á í síðustu færslu að þá var hópur að fara saman í bátsferð og þar átti að snorkla og eitthvað og ég var með það á hreinu að það ætlaði ég ekki að gera.  Mikið betra að vera á þilfarinu í sólbaði á meðan hinir svömluðu í sjónum því að það væri absalútt ekki minn bolli af tei!  En viti menn....til þess að einfaldlega steikjast ekki lifandi á þilfarinu að þá fór ég í sjóinn til þess að kæla mig og það var ótrúlega gaman.  Ég hef alla tíð verið hrædd við sjóinn og því var þetta þvílík áskorun fyrir mig...en ég gerði þetta og var sko ekki lítið stolt af sjálfri mér!

Ég í sjónum!

En ég gæti skrifað í allan dag um þessa ferð en ætla að hætta núna en þó ekki án þess að segja að árangurinn af meðferðinni var mjög góður en ég náði 75% bata.  Ég er allavegana í skýjunum og það skiptir öllu máli.  Og ekki spillti gleðin hjá körlunum mínum fyrir þegar ég kom heim...gott að finna það svona hversu mikilvægur maður er öðrumInLove

 

Annars er búið að vera fullt að gera hjá mér síðan ég kom heim.  Var allan laugardaginn á æfingu fyrir upptöku á jólaplötu sem að Óskar (stjórnandi kórsins sem ég er í) og Lauga konan hans eru að gera.  Þetta er afrakstur tónleika sem voru haldnir hér í eyjum fyrir síðustu jól og það er sko alveg hægt að mæla með þessu....yndisleg tónlist!!!  Upptakan hjá kórnum var svo á sunnudaginn og svo erum við nokkur sem erum að fara að syngja inn raddir í kvöld...held að það sé í kvöld allavegana...hehe. 

Svo eru æfingar hjá lúðrasveitinni alveg á milljón en það er æfingaferð hjá okkur í lok okt og svo tónleikar í byrjun nóv.  og því er nóg að gera hjá mér eins og vanalega.  Ekki má nú gleyma því að ég er svo að fara í brúðkaup 27. okt en þá ætla Magga og Ormar að ganga í það heilaga...hlakka svo til!

En ég ætla að enda þetta á því að óska afmælisbörnum mánaðarins innilega til hamingju með daginn en einhverra hluta vegna eru óvenju margir nánir mér sem eiga afmæli þessa daganna!

WizardÞura 8.oktWizardGuðni Sigurður 12.oktWizardtengdapabbi 14.oktWizardHelen vinkona 18.okt og WizardHlíf 20.okt!

En þetta er orðið gott...en að lokum...elsku Regína...vona að þú njótir lífsins í botn þarna í suðrinu!

Bless á meðan,

Vilborg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Frábært að fá fréttir frá kanarí... velkominn heim og njóttu lífsins:)

Kolbrún Jónsdóttir, 16.10.2007 kl. 13:57

2 identicon

Velkominn heim Vilborg mín,og ekkert smá dugleg að hafa farið í sjóinn hehe það er ágætt að þú varst með sönnun fyrir þessu ha ekkert víst að fólk hefði trúað þér ef þú hefðir talað um þetta án myndar af atburðinum :)

Sjáumst darling

Anný (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 10:21

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Velkomin heim  og frábært að þú skulir hafa fengið svo góðan bata

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 18.10.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilborg
Vilborg
Landsbyggðartútta, eiginkona og stolt móðir :o)

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • 24.des '08 053
  • vilborg
  • vilborg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband