Gleðileg jól :o)

Gleðileg jól kæru vinir :o)

24.des '08 053

 

Jólakveðja úr Vestmannaeyjum

Vilborg og co.


Klukk :o)

Hann Birkir klukkaði mig og aldrei slíku vant tek ég áskoruninni Wink

Fjögur störf sem ég hef unnið um Ævina:

Búðarkona                                                                                                                    Starfsmaður.á.Skálatúnsheimilinu                                                                                Aðhlynning.á.Hrafnistu                                                                                                Aðhlynning á Hraunbúðum

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá :

Rocky Horror Picture Show.....All time favorite!
Mamma.Mia                                                                                                                                Mrs.Winterbourne                                                                                                               Muriel's Wedding 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Vestmannaeyjar.
Mosfellsbær
Svíþjóð                                                                                                                               Reykjavík

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Grey's Anatomy
So you think you can dance
Nágrannar                                                                                                                                   One Tree Hill

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Búlgaría
Krít
Portúgal                                                                                                                           Hringurinn um Ísland tekinn reglulega

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

sudurlandid.is/eyjafrettir                                                                                      
mbl.is.
eyjar.net                                                                                                                                    facebook.com

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

Kjúklingur
Nautasteik ala Mamma
Svínakótilettur ala Pabbi
Pizza

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Er nú ekki mikill lestrarhestur svo að ég les yfirleitt ekki sömu bókina oft...

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka:

Anný

Helena

Hulda

JEG

Nú er bara að sjá hver svör þeirra verða Smile


Komin heim :o)

Sæl of blessuð öll (eða þið fáu sem ennþá lesið...hehehe)

Nú er ég komin heim úr loftslagsmeðferðinni og ekki var mikið um færslur frá Kanarí!  Allt of mikið að gera og svo skemmtilegt að ég einfaldlega gaf mér ekki tíma til þess að skrifa LoL

Þessi ferð var hreinasta snilld og ennþá betri en sú síðasta!  Við vorum 9 stk. sem vorum saman í fyrra líka og þetta var eins og reunion af bestu gerð!  Ég fékk mjög góðan bata og meira að segja betri en í fyrra Cool Við mat á psoriasis er notaður PASI skali og í stuttu máli sagt þá fór ég út með 7.7 í PASI en kom heim með 0.8!!!!!  Jeiiiiiiii.......og nú er bara að vona að þetta haldi sér í einhvern tíma!  Gísli sá auðvitað um heimilið á meðan ég var úti og gekk það eins og í sögu enda er hann endalaust duglegur þessi elska.  Peyjarnir fundu nú ekkert rosalega fyrir því að ég var ekki heima....enda orðnir vanir því að ég fari eitthvert í meðferð...innanlands sem og utan....hehehe!  Nú er það bara að koma sér í gírinn fyrir hversdagsleikann en það er eitthvað skrítið hvað hugur minn er lengi að koma sér heim....er bara ennþá á ströndinni minni að njóta lífsins....heheheCool

vilborg

Nú er það bara undirbúningur sem tekur við....undirbúningur fyrir lúðrótónleikana, æfingaferð, jól og fermingu....já frumburðurinn minn er að fara að fermast!  Dagsetningin er komin á hreint en það er 4.apríl.  Er búin að panta sal og bústaði fyrir fjölskylduna okkar Smile  Mér finnst eins og ég hafi fengið gullmolann minn í fangið fyrir nokkrum dögum síðan en það eru víst orðin 13 og 1/2 ár síðan...hehehe tíminn líður svo hratt að það er um að gera að njóta alls þess sem lífið býður okkur upp áHeart

En þetta er orðið ágætt í bili....eflaust langt í næstu færslu...hehehehe!

Bless á meðan InLove


Jæja....

Ein örstutt færsla áður en ég fer í "Gubbólf"

Er að fara í psoriasismeðferð á Kanarí og ætla að reyna að henda inn einni og einni færslu svona til þess að leyfa mömmu og fleirum að fylgjast með LoL

Það er búið að vera allt of mikið að gera hjá fjölskyldunni núna síðasta mánuðinn og hefur það tekið á líkamlega og andlega....en nú eru bjartir tímar framundan.

Þangað til næst.....bless á meðan!


Bloggleti

Er í blogglægð...svo sem ekki í fyrsta skiptið.  Alltaf nóg af skemmtilegum hlutum að gerast í kringum mig og ber þar hæst húsmæðraorlofið næstu helgi.  Já ég er sko að fara í húsmæðraorlof og ekki veitir af Wink  Fer með föngulegum hóp vestmanneyskra húsmæðra eitthvað áleiðis til Vík í Mýrdal og verða þar fremstar í flokki við stöllurnar úr saumó....jiiiii það er alltaf svo gaman hjá okkur, hvað höfum við gert til að verðskulda að vera svona ægilega skemmtilegar....hahaha LoL

Var að syngja á tónleikum um sjómannahelgina og tókst það mjög vel, verst hvað fáir sáu sér fært að mæta Undecided en við skemmtum okkur allavegana konunglega á sviðinu.    Langar svakalega að endurtaka leikinn aftur og hafa þá meiripartinn af íslenskum lögum.  Það er eitthvað sem við kíkjum á með haustinu kannski....Cool

Annars eru skólaslit hjá peyjunum á morgunn og verð ég að segja eins og er að ég er dauðfegin að þetta sé búið í bili en ég veit það líka að ég verð jafn fegin þegar skólinn byrjar aftur og rútínan kemst í gang upp á nýtt, þetta heimili er ekki mikið fyrir að hafa ekki hlutina í föstum skorðum.  Skólaárið hefur gengið framar vonum....verð að segja að þetta er besta árið hingað til en SL er að klára 7. bekk. E hefur líka gengið mjög vel í sínum 1.bekk og er kominn vel á veg í lestri....flottir peyjar sem maður á InLove

Sumarið er lítið planað svo sem...goslok og þjóðhátíð á sínum stað og ætla mamma og pabbi að veita okkur þá ánægju að vera hjá okkur þessa þjóðhátíðina.  Þau ætla svo að fljúga til DK fimmtudeginum á eftir og stóra barnið mitt fer með!  Hann er að fara í sína fyrstu utanlandsferð og það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu mikið hann hlakkar til  W00t  Þau verða í 10 daga hjá Hannesi, Ólöfu og peyjunum.  Spurning hvað maður gerir á meðan??? Any ideas????

Er þetta ekki orðið ágætt í bili?  Allavegana færsla....hahahaha

Bless á meðan....

Vilborg

 


Í einu orði sagt.....FRÁBÆRT!!!!!

Varð bara að deila þessu með ykkur  Smile

Ég var í bakröddunum....ógó skemmtilegt og vel heppnað hjá okkur!

http://www.sudurlandid.is/Eyjafrettir/?p=101&id=18761

http://eyjar.net/?p=101&id=18763

   W00t Erum vægast sagt í skýjunum yfir þessu öllu saman W00t

Bless á meðan,

Vilborg


Kominn tími á fréttir?

Vor í lofti....elska þennan tíma.  Vorboðarnir láta sjá sig einn af öðrum og nú er ég búin að sjá 3 af uppáhalds vorboðunum mínum....Tjald, Lóu og Lunda....me like!   Nú er orðið erfitt að fá peyjana til þess að koma inn, hvort sem það er til að læra, borða eða sofa, þeir vilja bara vera úti að leika sér.  Stóri peyjinn ver öllum sínum frítíma í nýjasta æðið hér í bæ og það er Rugby....hef aldrei skilið þá "íþrótt" almennilega, en litli stubburinn er með hjólamaníu á háu stigi. 

Annars tók sá yngri upp á því að fá flensu og er búinn að vera veikur í viku núna (ekki fyrsti afmælisdagurinn sem fer í flensu) en fékk að fara út að leika fyrst í dag og þvílík gleði.  Lentum í tómu tjóni að reyna að fá hann inn til þess að borða og fara að sofa....hehehe.  Hann var svona eins og beljurnar á vorin....nema kannski pínu óþekkariTounge

Ég er á milljón á æfingum fyrir tónleika sem verða 26.apríl í Höllinni hér í Eyjum.  Þar leiða saman hesta sína Tríkot og Lúðró og er alveg hægt að garantera frábæra skemmtun!  Prufukeyrðum "konseptið" á sjómannadaginn í fyrra og eru það ekki ýkjur að fólk var komið upp á borð, svo mikið var stuðið!   Ég veit ekki til þess að Lúðrasveit og rokkhljómsveit hafi leitt saman hesta sína áður en það er sko virkilega kominn tími til....þetta er ótrúlega flott og virkar bara alveg jafn vel og "Eitthvað og Sinfó" Whistling 

Verð svo aðeins að minnast á það að lokum að hér er búið að vera nóg að gera í afmælumWizard

Bergur Óli litli frændi varð 2 ára mánudaginn 24.mars

Stóri strákurinn minn varð 13 ára viku seinna (31.mars),

Við fengum svo lítinn frænda í heiminn viku seinna (7.apríl),

Litla barnið mitt varð 7 ára viku seinna (14.apríl),

og lokahnykkurinn er svo flottu frændurnir okkar Alexander og Patrekur sem verða 6 ára mánudaginn 21. apríl!!!

Mikið er maður nú ríkur!!!

 

30.mars '08 174
HeartFlottustu afmælispeyjar í heimiHeart
Bless á meðan,
Vilborg

 


Opna fyrir...Pétri og Páli :o)

Hef ákveðið að opna bloggið mitt aftur....fullt af fólki sem les síðuna á hverjum degi og ég er ekki svo viss um að ég hafi gefið öllum aðgang....heheheBlush Ætla bara að "passa" hvað ég skrifa hérna inn og ekkert vera að minnast á SL og svo eyddi ég út færslunum þar sem ég var að tjá mig um hann. En nú verða allir að vera duglegir að kvitta fyrir komunni Wink

Annars er ég komin heim úr bænum þar sem ég fór á Skilaboðaskjóðuna með mömmu, strákunum mínum og Alexander og Patrek (tvíburasynir lille bro).   Það er svo gott að fá þau dönsku heim af og til og knúsa þau....geri þó mest af því við A og P en smá við þau fullorðnuLoL  Ég er svo stolt af þeim, þau rifu sig upp og fluttu til kóngsins Köben og skelltu sér í nám.  Þau plumma sig svo vel þarna úti, verst er að ég er ekkert að sjá það gerast að þau flytji heim í bráðBlush  En þá er bara að rífa sig upp og skella sér til þeirra í heimsókn einhvern góðan veðurdag.  

Á leiðinni í leikhúsið fórum við með strákana smá rúnt niðri í Miðbæ og þar sá ég í mýflugumynd konu sem ég hef ekki séð í möööörg ár og það var svo gaman að sjá svipinn á henni þegar hún fattaði hver ég var...hahaha...það var rosalega gaman að hitta þig svona óvænt þó að (mjög)stutt væriHeart

Annars er afmælisalda að fara að ganga hér yfir og við það bætast nokkrar fermingar.  Ég er aðeins byrjuð að skipuleggja ferminguna hjá SL næsta ár....já ég er byrjuð...því að maður þarf víst að vera búinn að panta sal oþh með árs fyrirvara hérna í eyjum...og kannski annarstaðar líka. 

Er að leka niður af syfju og er að pæla í að hætta þessu samhengislausa bloggi mínu og fara að koma mér í bælið!!

Bless á meðan,

Vilborg

PS. (fyrir Eygló frænku)

Verð á fastalandinu 28-29 mars og svo 4-6 apríl....náum við hitting?

 


Snjór með STÓRU S-i!!

Það er óhætt að segja að snjó hafi kyngt niður í Vestmannaeyjum síðustu 2 sólahringana!

Ég var að setja inn nokkrar myndir á heimasíðuna hans Eyþórs (www.barnaland.is/barn/5828) endilega kíkið og ef þið eruð ekki með lykilorðið verið þá ófeimin við að senda mér póst Happy

Annars er voðalega lítið að frétta hérna.  Allir við góða heilsu og í ágætis jafnvægi sem er algjörlega frábært InLove 

Ég og strákarnir erum að fara "suður" 14. mars og hlakkar okkur voða mikið til.  Mamma er búin að bjóða okkur í leikhús og svo á bara að "chilla" og gera allt og ekkert og bara njóta þess að vera saman. 

Þangað til næst,

Bless á meðan,

Vilborg


Litla sjónvarpsstjarnan mín :o)

Í dag voru  35 ár liðin frá því að eldgos braust út í Vestmannaeyjum.   Í kvöld söfnuðust eyjamenn saman í Höllinni og minntust þessa.  Ég og lillinn minn vorum þar á meðal enda átti ég bæði að spila og syngja í þessari dagskrá.  Þetta var hin fínasta "skemmtun" og sérstaklega skemmtilegt að hlusta á frásögn Snorra Jónssonar á gosnóttinni sem og sönginn hjá Silju Elsabet og Rúnari, þar er sko efnilegt söngfólk á ferð.   Svo voru fréttir og Kastljós send beint út og það var viðtal við þrjú 6 ára börn og þar á meðal lillann minn!!  Hann var svo sætur, og þá sérstaklega þegar hann var að tala um að hann hefði nú verið til í hjartanu á mömmu sinni fyrir 35 árum awww(mamman þá 8 mánaða hehe). 

Hér getið þið séð Kastljós....Eyþór kemur svolítið eftir miðju þáttarins: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365597

 Annars er mjög skrítið að upplifa gosið í gegnum annað fólk.  Tengdafjölskyldan mín bjó hér þegar gaus og fluttist aftur til baka eftir gos.  Þetta markaði að sjálfsögðu djúp spor í sögu þeirra sem og annara eyjamanna enda ekki hægt að gera sér í hugalund svona reynslu.  Mér finnst alltaf svo magnað að sjá td. myndbrot af gosinu, vitandi það að það varð virkilega ekkert panik á eyjunni.  Úfff...skildi ég vera svona róleg ef þetta kæmi fyrir mig og mína fjölskyldu?  Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að við lifum á eldfjallaeyju en það er samt svo fjarri mér að það komi til með að gjósa hér aftur næstu tugi ef ekki hundruði ára...en hver veit svo sem?  Alltaf af og til koma upp umræður um gosið hjá fjölskyldunni og vinum og þó svo að 35 ár séu liðin þá er þetta ótrúlega lifandi í augum fólksins. Tímatal eyjamanna er td. öðruvísi en annarra en hér er alltaf talað um fyrir og eftir gos.  Maðurinn minn var 7 ára í gosinu og minnist hann þess svo vel þegar þau fluttu til baka hvað það var gaman að fara upp á nýja hraunið og ganga þar yfir.  Ekki var tengdamamma jafn glöð því að sólarnir á strigskónum voru bráðnaðir þegar hann kom heim aftur...hehehe .

Ætla nú ekkert að fara að hafa þetta lengra enda án efa latasti bloggari ever Grin

 Að lokum er ég að spá í að sýna ykkur mynd af götunni okkar.  Fyrri myndin er tekin strax eftir gos og er húsið okkar þar sem 4 þakið er (talið neðan frá).  Seinni myndin er svo tekin fyrir uþb. 15 árum og þar er húsið okkar 3 hús (talið neðan frá)  Það er betra að "Klikka" á myndina...þá sést þetta mikið betur.

, Kirkjubæjarbrautin

HeartAnnars bið ég ykkur bara vel að lifa og vonandi fer árið 2008 vel með ykkurHeart

Bless á meðan,

Vilborg


Næsta síða »

Höfundur

Vilborg
Vilborg
Landsbyggðartútta, eiginkona og stolt móðir :o)

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • 24.des '08 053
  • vilborg
  • vilborg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband