Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Bloggleti

Er í blogglægð...svo sem ekki í fyrsta skiptið.  Alltaf nóg af skemmtilegum hlutum að gerast í kringum mig og ber þar hæst húsmæðraorlofið næstu helgi.  Já ég er sko að fara í húsmæðraorlof og ekki veitir af Wink  Fer með föngulegum hóp vestmanneyskra húsmæðra eitthvað áleiðis til Vík í Mýrdal og verða þar fremstar í flokki við stöllurnar úr saumó....jiiiii það er alltaf svo gaman hjá okkur, hvað höfum við gert til að verðskulda að vera svona ægilega skemmtilegar....hahaha LoL

Var að syngja á tónleikum um sjómannahelgina og tókst það mjög vel, verst hvað fáir sáu sér fært að mæta Undecided en við skemmtum okkur allavegana konunglega á sviðinu.    Langar svakalega að endurtaka leikinn aftur og hafa þá meiripartinn af íslenskum lögum.  Það er eitthvað sem við kíkjum á með haustinu kannski....Cool

Annars eru skólaslit hjá peyjunum á morgunn og verð ég að segja eins og er að ég er dauðfegin að þetta sé búið í bili en ég veit það líka að ég verð jafn fegin þegar skólinn byrjar aftur og rútínan kemst í gang upp á nýtt, þetta heimili er ekki mikið fyrir að hafa ekki hlutina í föstum skorðum.  Skólaárið hefur gengið framar vonum....verð að segja að þetta er besta árið hingað til en SL er að klára 7. bekk. E hefur líka gengið mjög vel í sínum 1.bekk og er kominn vel á veg í lestri....flottir peyjar sem maður á InLove

Sumarið er lítið planað svo sem...goslok og þjóðhátíð á sínum stað og ætla mamma og pabbi að veita okkur þá ánægju að vera hjá okkur þessa þjóðhátíðina.  Þau ætla svo að fljúga til DK fimmtudeginum á eftir og stóra barnið mitt fer með!  Hann er að fara í sína fyrstu utanlandsferð og það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu mikið hann hlakkar til  W00t  Þau verða í 10 daga hjá Hannesi, Ólöfu og peyjunum.  Spurning hvað maður gerir á meðan??? Any ideas????

Er þetta ekki orðið ágætt í bili?  Allavegana færsla....hahahaha

Bless á meðan....

Vilborg

 


Höfundur

Vilborg
Vilborg
Landsbyggðartútta, eiginkona og stolt móðir :o)

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • 24.des '08 053
  • vilborg
  • vilborg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband