18.3.2008 | 01:08
Opna fyrir...Pétri og Páli :o)
Hef ákveðið að opna bloggið mitt aftur....fullt af fólki sem les síðuna á hverjum degi og ég er ekki svo viss um að ég hafi gefið öllum aðgang....hehehe Ætla bara að "passa" hvað ég skrifa hérna inn og ekkert vera að minnast á SL og svo eyddi ég út færslunum þar sem ég var að tjá mig um hann. En nú verða allir að vera duglegir að kvitta fyrir komunni
Annars er ég komin heim úr bænum þar sem ég fór á Skilaboðaskjóðuna með mömmu, strákunum mínum og Alexander og Patrek (tvíburasynir lille bro). Það er svo gott að fá þau dönsku heim af og til og knúsa þau....geri þó mest af því við A og P en smá við þau fullorðnu Ég er svo stolt af þeim, þau rifu sig upp og fluttu til kóngsins Köben og skelltu sér í nám. Þau plumma sig svo vel þarna úti, verst er að ég er ekkert að sjá það gerast að þau flytji heim í bráð En þá er bara að rífa sig upp og skella sér til þeirra í heimsókn einhvern góðan veðurdag.
Á leiðinni í leikhúsið fórum við með strákana smá rúnt niðri í Miðbæ og þar sá ég í mýflugumynd konu sem ég hef ekki séð í möööörg ár og það var svo gaman að sjá svipinn á henni þegar hún fattaði hver ég var...hahaha...það var rosalega gaman að hitta þig svona óvænt þó að (mjög)stutt væri
Annars er afmælisalda að fara að ganga hér yfir og við það bætast nokkrar fermingar. Ég er aðeins byrjuð að skipuleggja ferminguna hjá SL næsta ár....já ég er byrjuð...því að maður þarf víst að vera búinn að panta sal oþh með árs fyrirvara hérna í eyjum...og kannski annarstaðar líka.
Er að leka niður af syfju og er að pæla í að hætta þessu samhengislausa bloggi mínu og fara að koma mér í bælið!!
Bless á meðan,
Vilborg
PS. (fyrir Eygló frænku)
Verð á fastalandinu 28-29 mars og svo 4-6 apríl....náum við hitting?
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
spáðu í þetta, við erum að fara að ferma!!!!!!!
Danskurinn er góður en það er gott að koma aðeins heim á landið sitt, Ísland er þrátt fyrir allt best í heimi.
Ég er með símanúmer á Íslandi á blogginu mínu..... kannski náum við einum kaffi eða pepsí max í næstu viku
Kolla
Kolbrún Jónsdóttir, 18.3.2008 kl. 08:48
..já alger mýflugumynd þessi hittingur okkar. Sólin skein beint í augun á mér þar til ég var komin til hliðar við bílinn og þá loksins kveikti ég á perunni..hehe.
Hafið það gott um páskana.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 15:43
Alltaf kaffi á könnunni í Klettahlíðinni en gleðilega páska til ykkar allra
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.3.2008 kl. 23:14
Er ekki viss með þessar dagsetningar en þær eru komnar á yfirlitið ef ske kynni að familýan þyrfti á suðurhornið - en endilega höldum áfram að melda okkur - þetta hlýtur að hafast einn daginn.
Knúúúúss
Eygló frænka (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 23:25
Hæ krútta, ég er bara að láta þig vita að ég fylgist með um leið og ég hef tíma á að fara að vafra um á netinu. Knús knús :*:*:*
Helga Björk (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.