16.9.2007 | 17:06
Bless á meðan
Fjölskyldan skellti sér upp á land á fimmtudaginn og fór í Skaftholtsréttir á föstudagsmorgninum. Vorum með mömmu og pabba í bústaðnum og mikið er nú alltaf gott að vera þar....það er svo góður andi þarna yfir Skóladrengurinn var sko þvílíkt duglegur í réttunum og var meira að segja kominn niður í almenning undir lokin, en fyrir þá sem ekki vita að þá var önnur framtönnin í honum kýld úr honum í fyrra í réttunum af afskaplega myndalegri rollu! Stóri peyjinn var hörku duglegur að draga í dilka og finnst það alltaf jafn gaman (en jeremías hvað hann kemur alltaf marinn út úr þessu) Hann saknaði að vísu frænda síns sem kemur venjulegast með okkur en okkur hlakkar bara meira til þess að hafa hann með næsta haust! Þegar allar rollurnar voru svo komnar á sinn stað fórum við til ömmu í sveitinni í réttarsúpu og svo var haldið heim....hmmm....Lögðum af stað um 16:30 af því að við vildum hafa tíman fyrir okkur áður en dallurinn færi frá Þorlákshöfn kl.19:30. Það gekk nú ekki alveg eftir því að Flóa og Skeiðasafnið átti sko heiminn og þar með talinn veginn sem við þurftum að keyra. Það tók okkur 1 klst og 40 mín. að fara 16km leið og í stuttu máli sagt að þá var smá seinkun á Herjólfi svo að við komumst með þrátt fyrir að mæta í Þorlákshöfn kl. 19:30!
Á föstudagsmorgninum fengum við símtal um að kisan okkar hún Perla hefði fundist dáin á planinu hjá okkur. Við ákváðum strax að bíða með að segja peyjunum frá þessu þangað til við kæmum heim til eyja aftur. Eins og gefur að skilja hefur verið mikil sorg hér á bæ um helgina en það er nú aðeins að lagast. Eldri peyjinn fann þessa kisu í hrauninu fyrir 5 árum og þá var hún um viku gömul og mjög illa farin. Við gáfum henni pela í 6 vikur og braggaðist hún ótrúlega vel og eiginlega ótrúlegt að hún skildi yfir höfuð lifa þetta af. Hún hefur alltaf verið mjög sérstök og því er hennar sárt saknað hér á heimilinu.
En nú fer að líða að því að maður yfirgefi fjölskylduna tímabundið og skelli sér á suðrænni slóðir. Aldrei að vita nema maður hendi inn einni kveðju ef ég kemst í netsamband Ég fer upp á land seinnipartinn á morgunn og flýg út á miðvikudagsmorguninn. Ég kem svo til baka til Eyja 11.október...örugglega endurnærð á sál og líkama. Er búin að kaupa mér 2 bækur sem ég er lengi búin að vera á leiðinni að lesa en það er Létta leiðin til að hætta að reykja....hmmm....og hin er The Secret, hlakka mikið til að lesa hana! Einhverjar fleiri hugmyndir? Ég hef sko 3 vikur í lestur núna!
En núna verð ég að fara að halda áfram að pakka niður....þangað til næst,
Bless á meðan,
Vilborg
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ,
Ég rakst inn á síðuna þína bara fyrir tilviljun, þannig að hér eftir kíkji ég sko reglulega.
Góða ferð út og gangi þér vel.
Kveðja,
Elfa Ásdís.
p.s. ég mæli með Flugdrekahlauparanum ef þú hefur ekki lesið hana.
Elfa Ásdís (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 19:43
Hva ég var búin að setja inn athugasemd
Hún hljóðaði eitthvað á þessa leið
Gott að taka lestarefni með sér mæli með Bridget Jones ef heimþráin lætur á sér kræla !!!
Annars Have a good trip
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 16.9.2007 kl. 23:23
Hafðu það mest gott á Spáni og reyndu að njóta þess að þessi ferð er bara fyrir þig.
Kolbrún Jónsdóttir, 16.9.2007 kl. 23:25
Hæ darling.
Hafðu það sem allra best á hinum suðrænu slóðum og ef þú ert í stuði máttu alveg koma heim með smá sól í poka handa okkur hinum :)
Þangað til .......
Knús og kossar...
Helena, 21.9.2007 kl. 11:14
Hæ skvís.
já njóttu sólarinnar eins og þú getur darling ;) Og ég tek undir með Helenu að koma með sól í poka handa okkur hinum, sem erum að drukkna í rigningunni hérna á klakanum :)
Shakira, 21.9.2007 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.