7.9.2007 | 16:50
Tíminn líður, trúðu mér!
Núna eru ekki nema 12 dagar í að ég fari út til Kanarí og maður minn er ég orðin stressuð! Ég svo sem veit alveg að það verður allt í góðu hérna heima á meðan en ég ræð bara ekki við þetta. Það hefur ekki gengið eins og skildi hjá eldri peyjanum í skólanum og ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að gera. Hann er lyfjalaus og hefur verið það síðan í sumar og hefur það gengið ágætlega hingað til, en þráðurinn og úthaldið hjá mínum manni er of stutt fyrir skólann. Ekkert bólar á tímasetningu á greiningunni, en ég talaði við þann sem sér um þetta og er peyjinn nr. 10 á biðlistanum og þeir eru ekki einu sinni byrjaðir að taka inn svo að þetta verður í fyrsta falli í desember-janúar Það er svo slítandi og sárt að horfa upp á barnið sitt í þessum aðstæðum, vitandi það að það er ósköp lítið hægt að gera.
En jæja...þá er það ferðin út! Ég er ekki beinlínis flughrædd...hata "bara" flugtök og lendingar Í vikunni fékk ég svo loksins ferðaáætlunina í hendurnar og jæks hvað mér brá! Hélt að það yrði nú bara flogið beint á Las Palmas en ....ekki alveg svo gott. Ég flýg sem sagt út til London þann 19. sept og stoppa þar í 4 tíma, þaðan flýg ég til Madríd og bíð þar í 2 tíma og svo fer ég yfir til Kanarí! Heimferðin (10 okt) er eins nema að ég flýg á Barcelona í staðin fyrir Madríd....allt tekið saman=6 flugtök og 6 lendingar Ætla samt að horfa á það þannig að ég hlít bara að læknast af þessari hræðslu.
Ætla að hætta þessu bulli núna og koma yngri peyjanum í afmæli sem er búið að bíða eftir í allan dag!
Bless á meðan,
Vilborg
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi hvað er leiðinlegt að heyra með þann eldri... vonandi eru þetta bara smá byrjunarörðugleikar.
En ég deili þessari flug lendingar og tök hræðslu með þér..... á milli flugtaks og lendingar leiðist mér bara. Ég held að það að fljúgja sé það mest leiðinlega í heimi
Kolbrún Jónsdóttir, 7.9.2007 kl. 17:45
www.mosfellingur.is
Beint í æð
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 7.9.2007 kl. 19:17
Kæra Vilborg og gamli sveitungi.
Flughræðslu eigum við greinilega sameiginlega.
Góða ferð og skemmtun.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 7.9.2007 kl. 22:48
Elskan mín þú ert ekki öfundsverð af þessari hræðslu þinni. Ég er hinsvegar svo skrítin að hvorki flugtakið né lendingin hræðir mig heldur sjálft flugið !!!
Sumir eru bara skrítnari en aðrir
Helena, 7.9.2007 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.