30.8.2007 | 23:14
Félagsveran ég
Nú er sko allt komið á fullan snúning Lúðrasveitin byrjuð að æfa, kórinn byrjaður og saumó byrjar í næstu viku. Það er svo gott að fá allt í gang aftur eftir sumarfrí. Fór á lúðrasveitaræfingu á mánudaginn og þar var skellt á mann dagsetningum á æfingarhelgi, tónleikum og svo helgarferð...nóg að gera og mikil skemmtun framundan! Svo var fundur hjá kórnum í gær og þar er nú ekki minna um að vera....stífar æfingar í september, upptaka á jólaplötu í október og svo nokkrir tónleikar svo eitthvað sé nefnt. Svo var rætt um utanlandsferð í vor en ekki var alveg komið á hreint hvert sé stefnt á að fara. Það er svo gaman að hafa nóg að gera!
Talandi um utanlandsferðir að þá komst það loksins á hreint í dag að ég fer til Kanarí 19.september og verð í 3 vikur í loftslagsmeðferð. Kvíði því nú svolítið að fara svona lengi erlendis frá fjölskyldunni en ég veit samt alveg að karlarnir mínir 3 bjarga sér prýðilega án mín.....vill bara helst trúa því að ég sé ómissandi Ég bind svo miklar vonir um þessa meðferð og vona svo sannarlega að hún virki í langan tíma eftir að ég kem heim
Nú er bara að fara að viða að sér lestrarefni til þess að hafa með á ströndina og svo hugsa ég að ég taki tölvuna með mér stútfulla af bíómyndum og þáttum svona ef ske kynni að mér leiddist...einhvrjar hugmyndir af góðum bókum og bíómyndum??
Bless á meðan,
Vilborg
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
La vita belle
Brá hér er bara allt orðið grænt ....vonandi ekki framsóknargrænt !!!
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 30.8.2007 kl. 23:40
Var eitthvað að fikta og náði að klúðra þvílíkt...en nú er þetta komið og orðið rautt aftur!
Vilborg, 30.8.2007 kl. 23:54
Loftslagsmeðferð??? Hvað í ósköpunum er það??
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.9.2007 kl. 01:07
Loftslagsmeðferð er meðferð fyrir psoriasissjúklinga og er það eitt af því fáa sem ég á eftir að prófa.
http://www.psoriasis.is/default.asp?sid_id=11441&tre_rod=002%7C003%7C002%7C&tId=1
Vilborg, 2.9.2007 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.