Pay it forward

 

Þá er skólinn kominn á fullt hjá mínum mönnum og allt að komast í fastar skorður á heimilinu.  Sá yngri (sem er NB. í 1.bekk) er þó búinn að tilkynna okkur að hann sé hættur í skóla því að það sé svo erfitt að vaknaTounge  Það er nú samt engin elsku mamma og á fætur skal hann...hehehe

Er búin að sitja límd fyrir framan imbakassann og horfa á Extreme Makeover: Home edition.  Þetta var sérstakur þáttur fyrir þær sakir að nokkrar af þeim fjölskyldum sem hafa verið svo lánsamar að fá Ty og co heim til sín vildu láta kærleikan halda áfram og hjálpa öðrum sem á einhvern hátt eiga erfitt.  Að horfa á td. börnin, sem eru með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að þau mega á engan hátt fá sólarljós á sig, ganga um Disney World að nóttu til og sjá gleðina í augunum á þeim þegar þau sáu allt þar sem þau hafði bara dreymt um að sjá með berum augum var ótrúlegt.   

Það er svo gott að gefa af sér.  Klassískar setningar eins og Sælla er að gefa en þiggja eru svo sannar.  Tilfinningin sem maður finnur fyrir er svo góð.  Þetta þarf ekki að kosta neitt en getur líka kostað helling en oftar en ekki eru það litlu hlutirnir sem skilja hvað mest eftir sig, jafnvel án þess að maður viti af því sjálfur. 

Jæja...ætlaði ekki að vera væmin...en svona líður mér bara núnaBlush

Bless á meðan,

Vilborg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er ekkert væmið við að hafa sannar og fallegar tilfinningar Vilborg....hefurðu séð myndina Pay it forward. Hún er yndi. Og kúturinn þinn...Æ hvað ég skil hann. Ég elska að sofa suma morgna.

 kær Kveðja

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Vilborg

Elska þá mynd....líður einmitt svona líka þegar ég horfi á hana

Vilborg, 28.8.2007 kl. 22:43

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Ég horfði einmitt á þennan þátt, fannst hann frábær:)

Kolbrún Jónsdóttir, 29.8.2007 kl. 07:49

4 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Gæti ekki verið meira sammála kút með að vakna á morgnanna !! hehehe

Og Extreme Makeover??????? þvílíka væmnin maður !!!! æ ók,, skal taka niðrum mig.. finnst það líka æðislegur þáttur :)

Hommalega Kvennagullið, 29.8.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilborg
Vilborg
Landsbyggðartútta, eiginkona og stolt móðir :o)

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • 24.des '08 053
  • vilborg
  • vilborg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband