Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Litla sjónvarpsstjarnan mín :o)

Í dag voru  35 ár liðin frá því að eldgos braust út í Vestmannaeyjum.   Í kvöld söfnuðust eyjamenn saman í Höllinni og minntust þessa.  Ég og lillinn minn vorum þar á meðal enda átti ég bæði að spila og syngja í þessari dagskrá.  Þetta var hin fínasta "skemmtun" og sérstaklega skemmtilegt að hlusta á frásögn Snorra Jónssonar á gosnóttinni sem og sönginn hjá Silju Elsabet og Rúnari, þar er sko efnilegt söngfólk á ferð.   Svo voru fréttir og Kastljós send beint út og það var viðtal við þrjú 6 ára börn og þar á meðal lillann minn!!  Hann var svo sætur, og þá sérstaklega þegar hann var að tala um að hann hefði nú verið til í hjartanu á mömmu sinni fyrir 35 árum awww(mamman þá 8 mánaða hehe). 

Hér getið þið séð Kastljós....Eyþór kemur svolítið eftir miðju þáttarins: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365597

 Annars er mjög skrítið að upplifa gosið í gegnum annað fólk.  Tengdafjölskyldan mín bjó hér þegar gaus og fluttist aftur til baka eftir gos.  Þetta markaði að sjálfsögðu djúp spor í sögu þeirra sem og annara eyjamanna enda ekki hægt að gera sér í hugalund svona reynslu.  Mér finnst alltaf svo magnað að sjá td. myndbrot af gosinu, vitandi það að það varð virkilega ekkert panik á eyjunni.  Úfff...skildi ég vera svona róleg ef þetta kæmi fyrir mig og mína fjölskyldu?  Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að við lifum á eldfjallaeyju en það er samt svo fjarri mér að það komi til með að gjósa hér aftur næstu tugi ef ekki hundruði ára...en hver veit svo sem?  Alltaf af og til koma upp umræður um gosið hjá fjölskyldunni og vinum og þó svo að 35 ár séu liðin þá er þetta ótrúlega lifandi í augum fólksins. Tímatal eyjamanna er td. öðruvísi en annarra en hér er alltaf talað um fyrir og eftir gos.  Maðurinn minn var 7 ára í gosinu og minnist hann þess svo vel þegar þau fluttu til baka hvað það var gaman að fara upp á nýja hraunið og ganga þar yfir.  Ekki var tengdamamma jafn glöð því að sólarnir á strigskónum voru bráðnaðir þegar hann kom heim aftur...hehehe .

Ætla nú ekkert að fara að hafa þetta lengra enda án efa latasti bloggari ever Grin

 Að lokum er ég að spá í að sýna ykkur mynd af götunni okkar.  Fyrri myndin er tekin strax eftir gos og er húsið okkar þar sem 4 þakið er (talið neðan frá).  Seinni myndin er svo tekin fyrir uþb. 15 árum og þar er húsið okkar 3 hús (talið neðan frá)  Það er betra að "Klikka" á myndina...þá sést þetta mikið betur.

, Kirkjubæjarbrautin

HeartAnnars bið ég ykkur bara vel að lifa og vonandi fer árið 2008 vel með ykkurHeart

Bless á meðan,

Vilborg


Höfundur

Vilborg
Vilborg
Landsbyggðartútta, eiginkona og stolt móðir :o)

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • 24.des '08 053
  • vilborg
  • vilborg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 382

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband