Komin heim :o)

Sæl of blessuð öll (eða þið fáu sem ennþá lesið...hehehe)

Nú er ég komin heim úr loftslagsmeðferðinni og ekki var mikið um færslur frá Kanarí!  Allt of mikið að gera og svo skemmtilegt að ég einfaldlega gaf mér ekki tíma til þess að skrifa LoL

Þessi ferð var hreinasta snilld og ennþá betri en sú síðasta!  Við vorum 9 stk. sem vorum saman í fyrra líka og þetta var eins og reunion af bestu gerð!  Ég fékk mjög góðan bata og meira að segja betri en í fyrra Cool Við mat á psoriasis er notaður PASI skali og í stuttu máli sagt þá fór ég út með 7.7 í PASI en kom heim með 0.8!!!!!  Jeiiiiiiii.......og nú er bara að vona að þetta haldi sér í einhvern tíma!  Gísli sá auðvitað um heimilið á meðan ég var úti og gekk það eins og í sögu enda er hann endalaust duglegur þessi elska.  Peyjarnir fundu nú ekkert rosalega fyrir því að ég var ekki heima....enda orðnir vanir því að ég fari eitthvert í meðferð...innanlands sem og utan....hehehe!  Nú er það bara að koma sér í gírinn fyrir hversdagsleikann en það er eitthvað skrítið hvað hugur minn er lengi að koma sér heim....er bara ennþá á ströndinni minni að njóta lífsins....heheheCool

vilborg

Nú er það bara undirbúningur sem tekur við....undirbúningur fyrir lúðrótónleikana, æfingaferð, jól og fermingu....já frumburðurinn minn er að fara að fermast!  Dagsetningin er komin á hreint en það er 4.apríl.  Er búin að panta sal og bústaði fyrir fjölskylduna okkar Smile  Mér finnst eins og ég hafi fengið gullmolann minn í fangið fyrir nokkrum dögum síðan en það eru víst orðin 13 og 1/2 ár síðan...hehehe tíminn líður svo hratt að það er um að gera að njóta alls þess sem lífið býður okkur upp áHeart

En þetta er orðið ágætt í bili....eflaust langt í næstu færslu...hehehehe!

Bless á meðan InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Velkomin heim og til hammó með góðan bata.  Já úff hvað tíminn er fljótur að líða og börnin enn fljótari að stækka.

kveðja úr sveitinni.

JEG, 11.10.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilborg
Vilborg
Landsbyggðartútta, eiginkona og stolt móðir :o)

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • 24.des '08 053
  • vilborg
  • vilborg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband