Bloggleti

Er í blogglægð...svo sem ekki í fyrsta skiptið.  Alltaf nóg af skemmtilegum hlutum að gerast í kringum mig og ber þar hæst húsmæðraorlofið næstu helgi.  Já ég er sko að fara í húsmæðraorlof og ekki veitir af Wink  Fer með föngulegum hóp vestmanneyskra húsmæðra eitthvað áleiðis til Vík í Mýrdal og verða þar fremstar í flokki við stöllurnar úr saumó....jiiiii það er alltaf svo gaman hjá okkur, hvað höfum við gert til að verðskulda að vera svona ægilega skemmtilegar....hahaha LoL

Var að syngja á tónleikum um sjómannahelgina og tókst það mjög vel, verst hvað fáir sáu sér fært að mæta Undecided en við skemmtum okkur allavegana konunglega á sviðinu.    Langar svakalega að endurtaka leikinn aftur og hafa þá meiripartinn af íslenskum lögum.  Það er eitthvað sem við kíkjum á með haustinu kannski....Cool

Annars eru skólaslit hjá peyjunum á morgunn og verð ég að segja eins og er að ég er dauðfegin að þetta sé búið í bili en ég veit það líka að ég verð jafn fegin þegar skólinn byrjar aftur og rútínan kemst í gang upp á nýtt, þetta heimili er ekki mikið fyrir að hafa ekki hlutina í föstum skorðum.  Skólaárið hefur gengið framar vonum....verð að segja að þetta er besta árið hingað til en SL er að klára 7. bekk. E hefur líka gengið mjög vel í sínum 1.bekk og er kominn vel á veg í lestri....flottir peyjar sem maður á InLove

Sumarið er lítið planað svo sem...goslok og þjóðhátíð á sínum stað og ætla mamma og pabbi að veita okkur þá ánægju að vera hjá okkur þessa þjóðhátíðina.  Þau ætla svo að fljúga til DK fimmtudeginum á eftir og stóra barnið mitt fer með!  Hann er að fara í sína fyrstu utanlandsferð og það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu mikið hann hlakkar til  W00t  Þau verða í 10 daga hjá Hannesi, Ólöfu og peyjunum.  Spurning hvað maður gerir á meðan??? Any ideas????

Er þetta ekki orðið ágætt í bili?  Allavegana færsla....hahahaha

Bless á meðan....

Vilborg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   Sé þig á morgun

Kveðja mamma

Mamma (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 13:35

2 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Líka fegin að skólinn er búinn...en góða ferð í húsmæðraorlof...kveðja

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 7.6.2008 kl. 21:43

3 identicon

Jæja skutlan mín það var þá að mín kom með eina færslu, ég ætlaði að commenta hjá þér í síðustu færslu og þá var tíminn útrunninn svo ég gat ekki skrifað eitt né neitt hahaha... Allavega vildi ég nú svona allra helst láta þig vita að ég fylgist með þér og vonandi var geggjað fjör hjá þér í orlofinu :)

 Knús knús

 Kv. Helga Björk og auðvitað Kristján Ægir líka því hann er hérna hjá mér þegar ég skrifa þetta :)

Helga Björk (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:13

4 Smámynd: Helena

Já blogglægð virðist hrjá landann þessa dagana ...smitandi ansk....!

Frétti að það hafi verið feikna fjör í húsmæðra-ferðinni Kemur ekki á óvart Þarf endilega að fara að kíkja í kaffi fljótlega, en þú veist auðvitað líka að ég bý enn á Smáragötunni er það ekki ???

Verðum í bandi skvís

Helena, 14.6.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilborg
Vilborg
Landsbyggðartútta, eiginkona og stolt móðir :o)

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • 24.des '08 053
  • vilborg
  • vilborg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 395

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband